4.6.2018 | 09:21
Vorferð
Þann 24-25 maí fór ég og bekkurinn minn í ferð til Vestmannaeyja. Við byrjuðum á því að hittast í skólanum og fórum svo í rútu. Við stoppuðum í Selvogi og fórum í kirkjuna þar. Þá sagði Sigga Mæja okkur sögur um kirkjuna og Selvogin og að það væri hægt að kalla á seli niður við fjöruna og að það mættu allir prófa ef þeir vildu. Við stoppuðum hjá Seljalandsfoss til að fá okkur nesti og héldum svo áfram. Eftir að keyra í nokkurn tíma fórum við í Herjólf og fórum til Vestmannaeyja. Í bátnum var mikill öldugangur og það var eins og við vorum í klukkutíma á leiðinni en við vorum bara 35-40 mínútur. Þegar við komum til Vestmannaeyja fórum við í skátaheimilið þar sem við gistum og komum okkur fyrir. Eftir það skoðuðum við slóðir frá Tyrkjaráninu og sáum mjög flottan klett sem leit út eins og fílahaus, svo fórum við á safn sem er um eldgosið sem var í Vestmannaeyjum árið 1973 og það heitir Eldheimar, svo fórum við aftur í skátaheimilið og fengum okkur að borða.
Þegar við vorum búin að borða fórum við í sund í mjög skemmtilegri sundlaug.
Næsta dag var húsið þrifi. Okkur var skipt í tvo hópa og annar hópurinn fór að spranga á meðan hinn fór á hoppudýnuna. Þegar við vorum bún að því fórum við heim. Mér fannst mjög gaman í þessari ferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.